Þriðja sætið er sigur fyrir Morgunblaðið

Fréttaflækjan Eyjan sem starfar á netinu án þess að eigendur liggi en er undir stjórn spunameistara fyrrum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins birtir frétt í dag þar sem segir:

"Morgunblaðið er orðið þriðja útbreiddasta dagblað landsins, samkvæmt nýrri könnun Capacent á dagblaðalestri. Fréttablaðið heldur enn öruggri forystu á dagblaðamarkaði en 24 Stundir hafa skotið systurblaði sínu, Morgunblaðinu, ref fyrir rass."

Hvers konar fréttaflutningur er þetta? Hér er ráðist að Morgunblaðinu af blindri heift og einskis svifist til að koma höggi á blaðið. Hér er höggvið í sama knérunn og gert hefur verið að undanförnu. Fyrirtækið Capacent (hvað þýðir það nafn eiginlega) er á villigötum, því það er ekki markmið Morgunblaðsins að vera útbreitt. Að gefa slíkt í skyn er ógeðfellt.  Og að tala um ref fyrir rass. Þvílk heift!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband