Málefnasamningur, ekki málefni

24 stundir birta í dag frétt um að málefnasamningur Sjálfstæðizflokks og F-lista sé bakaður í hlutföllunum 70%F og 30%D. Talað er um að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn hækja fyrir F-listann. Slíkur fréttaflutningur er ógeðfelldur. Í staðinn hefði átt að gera frétt um það hversu íbúum borgarinnar er létt yfir því að málefnasamningur sé yfir höfuð til. Þótt hann hafði verið gerður á innan við klukkutíma þá er hér á ferðinni slíkt tímamótaplagg að undrum sækir. 24 stundir skilja greinilega ekki kjarna málsins. Aðalatriðið er að plaggið sé til, aukaatriði hvað stendur í því.

Sá hugsunarháttur hefur gefist Sjálfstæðisflokknum vel hingað til og það eiga 24 stundir að vita. Fréttaflutningur um innihald er ekki aðeins óviðeigandi heldur ógeðfelldur. Allir vita að Reykjavík hefur jafnan vegnað best þegar Sjálfstæðisflokknum vegnar best. Blómaskeið Reykjavíkur í tíð R-listans er andstyggileg blekking.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband